Um mig
Ég heiti Inga María
Ég er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og tveggja barna móðir
Ég starfa á fæðingardeildinni á HVE (Heilbrigðisstofnun Vesturlands) á Akranesi, Heilsugæslunni Efra Breiðholti og í heimaþjónustu. Ég er höfundur bókarinnar „Fæðingin ykkar - Handbók fyrir verðandi foreldra“ og býð upp á fæðingarfræðslu í formi netnámskeiðs. Ég hef áhuga á öllu sem tengist barneignarferlinu og brenn fyrir því að verðandi foreldrar upplifi fæðinguna sína á jákvæðan hátt.
Ég hef einnig áhugaljósmyndari og sérhæfi mig í að taka meðgöngu- og nýburamyndir. Síðustu misseri hef ég unnið að list sem minnir á kynfæri kvenna sem ég kalla „píkublóm“.
